Fara í efni
Mannlíf

Læknanemar skoða veika eða slasaða bangsa

Frá heimsókn Bangsaspítalans til Akureyrar á síðasta ári.

Lýðheilsufélag læknanema opnar Bangspítalann sívinsæla á Akureyrar á ný á morgun, laugardaginn 28. október. 

„Öllum börn­um ásamt for­eldr­um eða for­ráðamönn­um er boðið að koma með veika eða slasaða bangsa á 5. hæð á Heilsugæslunni á Akureyri milli klukk­an 10 og 16,“ segir í tilkynningu frá læknanemum. „Bangsaspítalinn fékk svo frábærar móttökur frá Akureyringum í fyrra að við getum ekki beðið eftir að koma aftur!“

Frá heimsókn Bangsaspítalans til Akureyrar á síðasta ári.

Tilgangurinn með Bangsaspítalanum er tvíþættur, annars vegar að fyr­ir­byggja hræðslu hjá börn­um við lækna og heil­brigðis­starfs­fólk og hins veg­ar að gefa lækna­nem­um á yngri árum tæki­færi til að æfa sam­skipti við börn.

„Heim­sókn­in fer þannig fram að hvert barn kem­ur með sinn eig­in bangsa. Gott er að ræða fyr­ir­fram við barnið um það hvernig bangs­inn sé veik­ur (hvort hann sé t.d. með háls­bólgu, magapest eða brot­inn fót). Þegar á heilsu­gæsl­una er komið fær barnið að inn­rita bangs­ann og að því loknu kem­ur bangsa­lækn­ir og vís­ar barn­inu inn á lækna­stofu þar sem lækn­ir­inn skoðar bangs­ann og veit­ir hon­um þá aðhlynn­ingu sem hann þarf á að halda,“ segir í tilkynningunni frá Lýðheilsufélag læknanema.

„Ekkert vandamál er of stórt eða of lítið fyrir bangsalæknana og hvetjum við alla til að taka daginn frá og kíkja í heimsókn.“