Fara í efni
Mannlíf

Kvennakvöld fótbolta- og handboltaliðanna

Stjórnir knattspyrnuliðs Þórs/KA og handknattleiksliðs KA/Þórs hafa tekið sig saman um að halda kvennakvöld til fjáröflunar fyrir liðin laugardagskvöldið 21. maí. Það verður í Vitanum við Strandgötu.

„Veislumatur, skemmtiatriði, glæsilegt happdrætti,“ segir í tilkynningu. Veislustjóri verður Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona og aðrir skemmtikraftar Herbert Guðmundsson, Gummi Ben, Auddi Blö, Ágúst Brynjars og HJ ELITE dance show. Aldurstakmark er 18 ár og miðaverð 7.400 krónur. Miðasala verður í Hamri og KA-heimilinu. Allur ágóði rennur til rekstrar kvennaliðanna tveggja.