Fara í efni
Mannlíf

Kristbjörg og Aron opna AK Pure Skin verslun

Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir í AK Pure Skin versluninni á Suðurlandsbraut 10 í Re…
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir í AK Pure Skin versluninni á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík. Ljósmyndir: Steinunn Matthíasdóttir ©SteinaMatt-Photography

Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson hafa opnað fyrstu AK Pure Skin verslunina, á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík. Hjónin stofnuðu fyrirtækið árið 2019.

„Verslunin selur íslenskar húðvörur sem henta öllum kynjum og flestum húðgerðum en fram að þessu hefur AK Pure Skin aðeins fengist í vefverslun og hjá öðrum söluaðilum eins og Hagkaup og Fríhöfninni,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Vörulínan er að fullu þróuð og framleidd á Íslandi með hreinu íslensku vatni og eru innihaldsefni vandlega valin til að uppfylla gæðastaðal vörumerkisins, eins og það er orðað. „Vörur AK Pure Skin eru framleiddar af Pharmarctica á Grenivík undir GMP framleiðslustöðlum og allar húðvörur AK Pure Skin eru án parabena, PEG, SLS/SLES, sílíkons, alkóhóls, jarðolíu eða Nano agna.“

Vaxandi vefsala en áhugi á persónulegri þjónustu

„Eftir þrjú ár og ótrúlegar sveiflur m.a. vegna heimsfaraldurs COVID töldum við hjónin að það væri kominn tími til að snúa vörn í sókn. Vefsalan hefur farið vaxandi og við fundum fyrir því að það væri eftirspurn eftir ráðgjöf og persónulegri þjónustu í verslun. Við stigum því þetta skref að opna verslun og erum afskaplega glöð með útkomuna,“ segir Kristbjörg.

„Við höfum lagt hart að okkur að þróa og framleiða vörur fyrir viðskiptavini okkar sem eru líka okkar eigin drauma húðvörur. Við trúum því að það sé mikilvægt að hugsa vel um sjálfan sig og gera það heildstætt. Við megum ekki vanrækja húðheilsu okkar, frekar en annað. Ég held líka að við höfum notið þess að vera samkvæm sjálfum okkur í því sem við gerum og það hafa viðskiptavinir okkar kunnað að meta. Þeir eru mjög ánægðir með vörurnar og koma aftur, og aftur og sýndu sig hér margir þegar við opnuðum á föstudaginn,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir.

Verslun AK Pure Skin er við Suðurlandsbraut 10 sem fyrr segir. Hún er opin virka daga frá kl. 11:00 til 17:00 og á laugardögum frá 11:00 til 14:00. Í tilkynningunni er tekið fram að sendingar úr vefverslun að andvirði 10.000 kr. eða meira séu sendar frítt innanlands.Auk þess sendir AK Pure Skin vörur um allan heim með DHL Express.

AK Pure Skin vörur fást sendar um allt land úr vefverslun.