Fara í efni
Mannlíf

Komast KA-menn á sigurbraut á ný?

Nicholas Satchwell, hinn færeyski markvörður KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Nicholas Satchwell, hinn færeyski markvörður KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA tekur á móti Fram í Olís-deildinni í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins, í dag klukkan 18.00. KA-menn unnu fyrstu tvo leikina í deildinni en hafa tapað síðustu fjórum; þeir verða því að gyrða sig í brók sem fyrst en í kvöld gæti orðið við ramman reip að draga því Fram hefur byrjað veturinn vel og unnið fjóra leiki af sex.

Á heimasíðu KA er minnt á grímuskyldu í stúkunni og að leikurinn verður í beinni útsendingu á KA-TV fyrir þá sem ekki komast í KA-heimilið.