Fara í efni
Mannlíf

Kíktu í kassa og veldu þér bók

Kíktu í kassa og veldu þér bók

Amtsbókasafnið á Akureyri hefur komið fyrir bókakössum á nokkrum völdum stöðum í bænum. Þar eru gefins bækur, sem annars hefðu farið í endurvinnslu, svo með þessu er verið að framlengja líf þeirra, eins og segir í tilkynningu frá safninu.

„Íbúar bæjarins eru hvattir til að kíkja í kassa og taka sér bók, en einnig er um að gera að skilja eftir bækur í kössunum sem fólk er hætt að nota og vill losa sig við.

Nú eru komnir nýir kassar í Sunnuhlíð, Glerársundlaug, Axelsbakarí, Backpackers og Berlín. Að auki eru bækur frá safninu í Sundlaug Akureyrar og barnabækur í Boganum og KA-heimilinu.“