Fara í efni
Mannlíf

KA/Þór tekur á móti botnliðinu í dag

Hornamennirnir Rakel Sara Elvarsdóttir, til vinstri, og Unnur Ómarsdóttir fagna marki þeirrar fyrrne…
Hornamennirnir Rakel Sara Elvarsdóttir, til vinstri, og Unnur Ómarsdóttir fagna marki þeirrar fyrrnefndu eftir hraðaupphlaup gegn Haukum á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs taka á móti Aftureldingu í dag í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olís-deildinni. Stelpurnar okkar eru í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki en Afturelding rekur lestina, hefur tapað öllum fimm leikjunum í vetur.

Tvö efstu liðin, Fram og Valur, eigast við í dag; Fram er með níu stig eftir fimm leiki en Valur hefur átta stig að loknum fjórum leikjum.

Leikurinn í KA-heimilinu hefst klukkan 16.00 og verður sýndur beint á sjónvarpsrás KA-manna, KA-TV.

Athugið að grímuskylda á leiknum.