Fara í efni
Mannlíf

Karlakórinn með söng- og gleðiæfingu á LYST

Karlakór Akureyrar – Geysir verður með söng- og gleðiæfingu á LYST í Lystigarðinum í kvöld klukkan 20.00 til 23.00. „Kórinn syngur nokkur lög og bætir við jólalögum og söng með gestum,“ segir í tilkynningu frá kórnum. „Hægt að panta veitingar fyrirfram – en annars afslöppuð stemming með jólabragði. Enginn aðgangseyrir.“