Fara í efni
Mannlíf

Karen María leikur með Þór/KA í sumar

Karen María Sigurgeirsdóttir leikur með knattspyrnuliði Þórs/KA á ný í sumar eftir að hafa verið hjá Breiðabliki síðan haustið 2021. Hún er samningsbundin Kópavogsliðinu til hausts 2024 en er lánuð til uppeldisfélagsins í sumar. Þetta fram fram á vef Þórs/KA í dag.

Karen María spilaði fyrstu leikina í meistaraflokki með Þór/KA 2017 og var í leikmannahópi félagsins sem vann Íslandsmeistaratitilinn það ár, auk þess að spila með Þór/KA/Hömrunum í 2. flokki. Hún á að baki 129 KSÍ-meistaraflokksleiki fyrir Þór/KA, Hamrana og Breiðablik, auk 12 leikja í Meistaradeild UEFA, fjóra með Þór/KA 2018 og átta með Breiðabliki 2021 og 2022. Hún hefur spilað 78 leiki í efstu deild, þar af 61 með Þór/KA og 17 með Breiðabliki. Þá á hún að baki einn A-landsleik og 14 leiki með U19 og U17 landsliðum Íslands.

Nánar hér á vef Þórs/KA