Fara í efni
Mannlíf

KA-strákar í 3. flokki urðu bikarmeistarar

Lið KA/Hamranna varð bikarmeistari 3. flokks karla í knattspyrnu á laugardaginn var. Það voru KA/Hamrarnir og KR sem mættust í úrslitaleik sem fram á Meistaravöllum, heimavelli KR í Reykjavík.

Ekki var skorað í hefðbundnum leiktíma og því gripið til framlengingar. Þá tryggði Dagbjartur Búi Davíðsson KA/Hömrunum  1:0 sigur og þar með bikarmeistaratitilinn með glæsilegu marki. Þrumuskot hans hægra megin úr vítateignum söng í horninu fjær.

Bikarmeistararnir eru á myndinni, sem tekin var eftir leikinn á KR-vellinum.

Ffri röð frá vinstri: Aðalbjörn Hannesson, Halldór Ragúel Guðbjartsson, Sigursteinn Ýmir Birgisson, Jóhann Mikael Ingólfsson, Þórir Örn Björnsson, Máni Dalstein Ingimarsson, Ívar Arnbro Þórhallsson, Márkus Máni Pétursson, Magnús Máni Sigursteinsson, Viktor Breki Hjartarson, Almar Örn Róbertsson, Dagbjartur Búi Davíðsson, Ólafur Skagfjörð Ólafsson og Eiður Ben Eiríksson þjálfari.

Neðri röð frá vinstri: Andri Valur Finnbogason, Þórir Hrafn Ellertsson, Gabriel Lukas Freitas Meira, Elvar Máni Guðmundsson, Aron Daði Stefánsson, Mikael Breki Þórðarson, Valdimar Logi Sævarsson og Tómas Páll Jóhannsson.

Sigurmarkið! Dagbjartur Búi Davíðsson þrumar knettinum í átt að marki KR.