Fara í efni
Mannlíf

KA mætir Aftureldingu og Þór tekur á móti KR

Þórsarinn Smári Jónsson og Ólafur Gústafsson, leikmaður KA. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

KA fær Aftureldingu í heimsókn í dag í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olís deildinni, og Þórsarar taka á móti KR-ingum í kvöld í Subway deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta.

16.00, KA - Afturelding

  • Á heimasíðu KA er greint frá því að Einar Birgir Stefánsson, Jón Heiðar Sigurðsson og Ragnar Snær Njálsson hafi allir náð 100 leikja markinu með KA nýverið að þeir verði heiðraðir af því tilefni fyrir leik. Leikurinn verður sýndur beint á KATV. Smellið hér til að horfa.

19.15, Þór - KR

  • Þetta er síðasti heimaleikur Þórsara í vetur. Þeir eru fallnir úr efstu deild en á heimasíðu Þórs segir að það sé „enginn heimsendir“. Það verði  „áskorun fyrir liðið, aðstandendur og stuðningsmenn að mæta til leiks að hausti með það að markmiði að byggja upp til framtíðar.“ Biðlað er til stuðningsmanna liðsins að fjölmenna á þennan síðasta heimaleik vetrarins og styðja hið unga og efnilega lið Þórs í baráttunni. Leikurinn verður sýndur beint á ÞórTV. Smellið hér til að horfa.