Fara í efni
Mannlíf

Jón Óskar gefur enn eina ljósmyndabókina

Jón Óskar Ísleifsson sýnir fallega opnu í nýju bókinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Jón Óskar Ísleifsson er mikið á ferðinni á Akureyri eins og margir kannast við. Myndavélin er nær undantekningarlaust með í för enda ljósmyndun eitt mesta áhugamál hans. Jón tók upp á því fyrir fáeinum árum að láta prenta nokkur eintök af bók með eigin ljósmyndum og gaf fjölskyldu og vinum í jólagjöf. Gjöfin féll í góðan jarðveg og því hélt hann sínu striki og nú er þriðja bókin komin glóðvolg úr prentsmiðjunni. Að þessu sinni eru myndirnar í bókinni bæði frá Akureyri og Kanaraíeyjum. Verst geymda leyndarmáli í fjölskyldunni er því hér með ljóstrað upp; hópurinn fær samskonar gjöf frá ljósmyndaranum víðförla og síðustu ár!

Jón Óskar með bækurnar þrjár. Sú nýjasta er fremst.