Fara í efni
Mannlíf

Jón Óðinn: Vinir, óvinir og upplýsingar

„Ég byrjaði í Þór, fannst þá allt sem viðkom KA vera ömurlegt. Vandinn var að flestir vinir mínir voru í KA svo ég skipti yfir í KA og fannst Þór þar með vonlaust félag. Á unglingsárunum skipti ég aftur í Þór og svo aftur í KA. En þá skipti reyndar félagið mig engu máli, langaði bara að spila fótbolta. Það má segja að við þetta félagaflandur hafi ég algjörlega misst hæfileikann til að vera í liði.“

Þannig hefst áhugaverður pistill Jóns Óðins Waage sem birtist á Akureyri.net í morgun.

Hann segir meðal annars: „Þó ég þrífist ekki í liði, trúi engu í blindni og aðhyllist engar stjórnmálastefnur þá þýðir það ekki að ég hafi ekki skoðanir. Þær hef ég. En mínar skoðanir eru á hverju málefni fyrir sig út frá aðstæðum og innihaldi í hverju tilfelli eftir gaumgæfa athugun og heimildaöflun eftir kúnstarinnar reglum.“

Smellið hér til að lesa pistil Jóns Óðins