Fara í efni
Mannlíf

Jólasveinarnir líta við á Glerártorgi

Sú tilkynning barst í gær frá jólasveinunum eða umboðsmanni þeirra að einhverjir þeirra fjörugu sveina ætli að stelast til byggða í dag, eins og það var orðað, og hafi boðað komu sína á svalirnar fyrir ofan innganginn hjá Verksmiðjunni á Glerártorgi klukkan 14.00.

Þeir ætla að taka lagið og bjóða svo öllum krökkum uppá jólamandarínur. Gert er ráð fyrir að þeir bræður staldri við í hálfa klukkustund og eru allir hvattir til að mæta með jólasveinahúfu og í jólaskapi.

„Þar sem jólasveinarnir fengu leyfi frá jólasveinayfirvöldum til að koma með tiltölulega stuttum fyrirvara gafst ekki færi til að auglýsa þetta fyrr og því værum við þakklát ef einhverjir myndu vilja deila þessu með okkur,“ segir í tilkynningunni. Hér með er orðið við því, enda sjálfsagt mál.