Fara í efni
Mannlíf

Jólahald í Úkraínu: Hvað er Didukh?

„Úkraína hefur frá öndverðu verið bændasamfélag. Margir helgisiðir okkar eru því tileinkaðir uppskerunni; litið er á siðina sem einskonar töfra þeirra sem yrkja jörðina,“ segir blaðamaðurinn Lesia Moskelenko í nýjum pistli fyrir Akureyri.net. Lesia kom sem flóttamaður til Akureyrar eftir innrás Rússa í Úkraínu á nýliðnu ári. 

Lesia fjallar í pistlinum um áhugaverðan jólasið í heimalandinu, sem er að ryðja sér til rúms á ný.  „Á tímum Sovétríkjanna var Úkraínumönnum bannað að halda jólin hátíðleg, að skreyta jólatré, að syngja jólalög. Trúarbrögð voru bönnuð sem og allar úkraínskar hefðir, trúarlegar og veraldlegar,“ skrifar hún.

Smellið hér til að lesa pistil Lesiu Moskalenko.