Fara í efni
Mannlíf

Jólagjafir starfsmanna Útgerðarfélagsins

SÖFNIN OKKAR – 104

Frá Iðnaðarsafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.

Starfsfólk fyrirtækja fær ýmsar gjafir frá vinnuveitendum um jólin. Eins og gengur um jólagjafir falla þær stundum misvel í kramið. Tíðarandi breytist og gjafir enda í geymslunni, inni í skáp eða jafnvel á nytjamörkuðum. Tískustraumar leika jafnvel fínustu jólagjafir grátt en eins og um margt fá þær margar nýtt líf eða tilgang áratugum síðar. Öskubakkar breytast í skálar og gripir frá Glit komast aftur í tísku.

Þetta á eflaust við um ýmsa þá skrautmuni sem Útgerðarfélag Akureyringa gaf starfsfólki sínu í gegnum árin. Líklega fóru þær ekki að tíðkast fyrr en hagur fyrirtækisins vænkaðist á 7. áratugnum.

Útgerðarfélag Akureyringa var stofnað 26. maí 1945 til að efla atvinnulíf bæjarins og stemma stigu við auknu atvinnuleysi. Í júní var opnuð sýningin Fiskur úr sjó í tilefni 80 ára afmælis ÚA og eru þessir gripir m.a. á þeirri sýningu.

Iðnaðarsafnið er opið daglega frá 13-16.