Fara í efni
Mannlíf

Jólabað sveinanna í kaldara lagi

Þetta er æðislegt, sagði þessi jólasveinn þar sem hann lá makindalega í jólabaðinu á Pollinum eftir hádegi. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Samkvæmt jóladagatali ungu kynslóðarinnar kemur Kjötkrókur til byggða í dag, sá næst síðasti bræðranna. Ekki fengust óyggjandi upplýsingar um það hvort hann var í hópi þeirra sem léku sér á Pollinum eftir hádegið eða hvort hann var einhvers staðar í hangikjötsleit. Bræðurnir á Pollinum skemmtu sér vel, vildu ekki viðurkenna að vatnið væri kalt og eins og til að sanna mál sitt lagðist einn þeirra makindalega í þetta risastóra baðkar og sagði það æðislegt ...