Fara í efni
Mannlíf

Íslandsmótið í fitness haldið í Hofi í dag

Íslandsmótið í fitness haldið í Hofi í dag

Íslandsmótið í fitness fer fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag, laugardag. Mótið er haldið á vegum IFBB – Alþjóðasambands líkamsræktarmanna.

Mótið hefst með forkeppni kl 13.00 þar sem allir flokkar koma fram í fyrstu lotu. Áætlað er að forkeppnin taki um 90 mínútur. Úrslitin hefjast klukkan 18.00 og hætt við að spennan verði í hámarki fljótlega upp úr því.

Miðaverð er 3.500 krónur – miðinn gildir bæði á forkeppnina og úrslitin. Fyrir 12 ára og yngri er aðgangseyrir 1.500 kr.

Miðasala er á tix.is