Fara í efni
Mannlíf

Ísland öruggt en öll hin löndin hættuleg?

Ýmsum þótti það óskapleg vitleysa þegar Sigurður Ingólfsson og þáverandi kona hans ákváðu að flytja til Frakklands árið 1991 með til þess að gera nýfæddan son til þess að halda áfram í námi; „sérstaklega að fara með barnið til útlanda, það væri svo hættulegt. Allir vissu nefnilega að ljóshærð börn væru hátt á óskalista barnaræningja sem væru á hverju strái í útlöndum. En við fórum samt og allt gekk að óskum,“ skrifar Sigurður í mögnuðum pistli sem birtist í dag á Akureyri.net.

„Það sem hefur síðan þá velkst aðeins um í hausnum á mér er þessi hugsun um útlönd sem virðist að einhverju leyti vera enn þá að þvælast fyrir fólki. Þessi hugsun að Ísland sé þessi öruggi staður en að öll hin löndin séu á einhvern hátt hættuleg.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar