Fara í efni
Mannlíf

Ísklifur í „sérútbúnu“ tré heima í garði

Skjáskot af vef RÚV

Skemmtileg umfjöllun var í kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins í gær um Áskel Þór Gíslason á Akureyri. Tré í garði Áskels og fjölskyldu við Kvistagerði vakti athygli Óðins Svans Óðinssonar fréttamanns enda líkist það helst fossi í klakaböndum.

Áskell hefur sem sagt útbúið tréð þannig að það hentar vel til ísklifurs og þar æfir hann sig. Hafði leitt slöngu upp í tréð og á dögunum þegar spáin var geggjuð, eins og Ási tók til orða – „16 stiga frosti var spáð í nokkra daga“ – skrúfaði hann frá vatninu þannig að það seytlaði niður. 

Óðinn Svan spurði Ása hvað nágrannarnir segðu eiginlega þegar þeir sæu hann hangandi upp í tré.

Ert þú skrýtni gæinn í götunni?

„Nei, nei – það er fullt af skrýtnu fólki sem býr hérna,“ sagði Áskell ísklifrari léttur.

Óðinn Svan Óðinsson fréttamaður og Áskell Þór Gíslason. Skjáskot af vef RÚV.