Fara í efni
Mannlíf

Igor Bjarni Kostic til starfa hjá KA

Knattspyrnudeild KA hefur ráðið Igor Bjarna Kostic til starfa; hann verður í þjálfarateymi meistaraflokks auk þess sem hann mun vinna í afreksstarfi félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

„Igor kemur til KA frá Haukum þar sem hann hefur stýrt meistaraflokksliði Hauka undanfarin tvö ár auk þess að leiða afreksþjálfun félagsins. Þar áður starfaði hann hjá norska knattspyrnusambandinu og var á árunum 2015-2019 yfirmaður akademíunnar hjá Ullensaker/Kisa Football í Noregi.“

Á heimasíðu KA segir ennfremur: „Á nýliðnu sumri jafnaði KA sinn besta árangur frá Íslandsmeistaraárinu 1989 er liðið endaði í 4. sæti efstudeildar. Á komandi tímabili ætlum við okkur enn stærri hluti og teljum við ráðningu Igors Bjarna mikilvægt skref í því ferli að efla leikgreiningu og vinnslu tölfræði hjá félaginu auk þess sem reynsla hans og þekking mun nýtast í að byggja upp enn fleiri efnilega leikmenn í yngri flokkum félagsins.“