Fara í efni
Mannlíf

Hús dagsins er Litli-Hvammur

Þegar ekið er suður Drottningarbrautina á leið fram í sveit blasir götumynd Aðalstrætis við á hægri hönd, einlyft timburhús með risþökum. Rétt sunnan við merki Eyjafjarðarsveitar og Akureyrar, skammt frá þar sem Kjarnaskógi sleppir, blasir við vegfarendum látlaust og snoturt hús í svipuðum stíl og húsin við Aðalstrætið og gæti vel átt heima í þeirri götumynd. Hér er þó ekki um að ræða allra, allra syðsta hús Innbæjarins heldur ysta hús Eyjafjarðarsveitar vestan ár. Þetta er Hús dagsins; í pistli Arnórs Blika Hallmundssonar, látlaust og snoturt timburhús frá öðrum áratug 20. aldar, Litli-Hvammur.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika