Fara í efni
Mannlíf

Húnakaffi um borð í bátnum alla laugardaga

Þorsteinn Pétursson og Stefán B. Sigurðsson ræða málin í Húna í gærmorgun. Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson

Fyrsta Húnakaffi ársins var í gærmorgun um borð í bátnum en slík samkoma hefur verið haldin á hverjum laugardagsmorgni í nokkur ár yfir vetrartímann.

Hópur fólks kemur þar jafnan saman um borð, fær sér kaffisopa og ræðir um landsins gagn og nauðsynjar – og um málefni þessa fallega trébáts að sjálfsögðu. Húnakaffi hefst alltaf klukkan 10.00 og stendur til 11.30. Hollvinir Húna vekja athygli á því að allir eru velkomnir.

Þorgeir Baldursson fór um borð í gærmorgun með myndavélina.