Hrútspungar, hákarl og Strákarnir okkar
„Jæja, góðir hálsar, þá er kominn janúar. Og hvað þýðir það fyrir okkur, þrekaða þjóð á hjara veraldar? Jú, H-in þrjú: Hákarl, hrútspungar og handbolti.“
Þannig hefst Orrablót dagsins – pistill Orra Páls Ormarssonar, blaðamanns á Morgunblaðinu; akureyri.net birtir blót hans annan hvern föstudag eins og dyggir lesendur vita.
„Það er aðeins of snemmt að byrja að kjamsa á súrmetinu, þannig að við skulum einbeita okkur að handboltanum og Strákunum okkar í þessu blóti. HM, EM eða bara eitthvað M, alltaf eru Strákarnir okkar mættir til að gleðja okkur, nú eða slíta úr okkur hjartað. Það er ýmist í ökkla eða eyra.“
Orri kemur víða við eins og gjarnan áður og margar handboltakempur, gamlar og nýjar, koma við sögu.
Orrablót dagsins: Sópaði Strákunum okkar út á fimm sekúndum