Fara í efni
Mannlíf

Hræðilega gjarn á að gefa endalaust séns ...

„Mér hefur oft verið sagt að ég sé alltof bjartsýnn, of treystandi og alveg hræðilega gjarn á að gefa endalaust séns þeim sem svíkja mig eða pretta. Og viðurkenni það fúslega enda kann ég ekkert annað.“

Þannig hefst pistill Sigurðar Ingólfssonar sem birtist á Akureyri.net í morgun.

„Ég á afskaplega erfitt með að dæma aðra fyrir að vera eitthvað á skjön við það líf sem ég lifi og einhverra hluta vegna finnst mér eins og allavega lang flestum sé við bjargandi, hversu djúpt sem þeir eru sokknir í líferni sem á endanum leiðir það afskiptalaust til dauða eða einhvers þaðan af verra.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar