Fara í efni
Mannlíf

Hópkeyrsla í minningu Heiðars Jóhannssonar

Myndir: Þorgeir Baldursson

Árleg hópkeyrsla mótorhjólafólks í minningu Heiðars Þórarins Jóhannssonar var á fimmtudaginn, 15. maí, en þann dag hefði Heiðar orðið 71 árs. Hann lést af slysförum árið 2006 og í mörg ár hafa félagar í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglunum, farið slíkan minningarakstur einu sinni á ári. Heiðar var einn þekktasti bifhjólamaður landsins og Snigill númer 10.

Hópur fólks kom saman í Kirkjugarðinum á Naustahöfða þar sem krans var lagður að leiði Heidda og síðan var um 50 hjólum ekið frá kirkjugarðinum, inn að Hrafnagili og aftur til Akureyrar, þar sem Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts, bauða upp á vöfflur og tertu, kaffi og gos, eins og hefð er orðin fyrir.

Jóhann Jóhannsson, frændi Heiðars heitins lagði blómsveig að leiði hans.