Fara í efni
Mannlíf

Hólmgeir sýnir ljósmyndir á Brúnum

Hólmgeir sýnir ljósmyndir á Brúnum

Hólmgeir Karlsson áhugaljósmyndari opnar í dag sýningu á 113 ljósmyndum í listaskálanum á Brúnum í Eyjafjarðarsveit.

Hólmgeir hefur mjög lengi haft ljósmyndun sem áhugamál. Hann sagðist á dögunum aldrei hafa selt mynd um ævina „og mig langar ekki að fá pening fyrir myndirnar mínar, af því að það er svo mikið frelsi fólgið í því að eiga þetta sem áhugamál,“ sagði hann í Föstudagsþættinum með Villa á N4. Myndirnar á sýningunni verða reyndar seldar, en söluandvirðið rennur allt til smíði risakýrinnar Eddu, sem Beate Stormo, eldsmiður með meiru í Kristnesu, vinnur nú að.

Sýningin verður opin frá klukkan 14.00 til 18.00 í dag og á morgun og aftur á sama tíma um næstu helgi.

Nánar um Eddu hér og hér