Fara í efni
Mannlíf

Hér stóð búð – meira frá Minjasafninu

Útibú KEA við Hlíðargötu

Sýningin Hér stóð búð í Minjasafninu hefur vakið athygli. Þar er að finna ljósmyndir sem tengjast matvöruverslunum og sjoppum í bænum frá því á árum áður. Safnið hefur hvatt bæjarbúa til að líta við, njóta myndanna og aðstoða við að bera kennsla fólk. Ástæða er til að taka undir þá bón safnsins.

Hér eru til gamans nokkrar myndir úr gríðarlega stóru safni Minjasafnsins.

Nánar hér um sýninguna.

Alaska, verslun KEA við Strandgötu.

Bensínstöð BP (British Petrolium) við Glerá, efst við Tryggvabraut. Þar hefur töluvert breyst og heitir nú Olís.

Esso nestið sem var og hét við Krókeyri.

Kaupfélag Verkamanna við Strandgötu.

Þarna mætast nú Hafnarstræti og Brekkugata og kallast Ráðhústorg.