Fara í efni
Mannlíf

Heimsóknir í skúrinn eru góðar stundir

Við forláta Saab 96, frá vinstri: Fjölnir Sigurjónsson, Björn Valdemarsson, Hjalti Jóhannesson og Þorgils Sævarsson. Ljósmyndir: Andri Hafþór.

Félagar í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar hittast reglulega allt árið. Fjölmargir, bæði bæjarbúar og ferðamenn, nutu sýninga deildarinnar við menningarhúsið Hof í sumar þar sem hverri glæsikerrunni á fætur annarri var lagt eftir ökuferð um bæinn. Bílaáhugamenn leggjast ekki í dvala yfir veturinn þótt færðin sé oft ekki heppileg fyrir fornbílana því þá dunda menn sér innandyra við að gera upp bíla og skúraheimsóknir eru fastur liður á dagskránni. Þá mætir hópurinn í heimsókn í „skúrinn“ til einhvers félaganna og kynnir sér hvað menn eru að fást við. Þetta eru vinsælar og skemmtilegar heimsóknir, segir Þorgils Sævarsson, stjórnarmaður í fornbíladeildinni.

Í vikunni hittist hópurinn í Bónstöð Jonna, þar sem Jón Gunnlaugur Stefánsson ræður ríkjum.

Volvo station í eigu bræðranna Björns og Baldvins Valdemarssona.

Frá vinstri: Áki Áskelsson, Jón Gunnlaugur Stefánsson, Daníel Freyr Jónsson og Tómas Ingi Árnason.

Saab 96 í eigu Björns Valdemarssonar.

Tveir nýir bílar frá Brimborg voru til sýnis um kvöldið; þessi rauði Mustang jepplingur sem er rafbíll ...

... og þessi glæsilegi Polestar sem Volvo framleiðir.