Heilbrigði fórnað á altari græðginnar
„Getur verið að ráðandi öfl og ríkjandi tíðarandi snúist meira um frelsi útvalinna einstaklinga og hagnaðarvon þeirra en heilbrigði þjóðarinnar í heild?“
Aðalsteinn Öfgar leit upp úr bleksvörtum kaffibollanum og á Stefán Þór Sæmundsson, vin sinn og pistlahöfund. Hann hélt síðan áfram:
„Eða hvers vegna var svona rík áhersla lögð á það að greiða götu þeirra sem vildu selja okkur rafrettur eða veip og nikótínpúða undir því yfirskyni að hjálpa fólki að hætta að reykja þegar nánast allir voru hættir að reykja? Og að sóa tíma alþingis lon og don í það að reyna að troða áfengi inn í allar búðir, alla daga, alls staðar og helst í heimsendingu. Hvað er í gangi? Já, ég veit, ég var ekki barnanna bestur og hef svo sem ekki úr háum söðli að detta.“
Pistill dagsins úr smiðju þeirra Stefáns Þórs og Aðalsteins er afar áhugaverður – og umhugsunarverður, svo ekki sé meira sagt.
Smellið hér til að lesa pistilinn.