Fara í efni
Mannlíf

Haust – fegurð sem kemur og fer

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Fátt er fegurra en haustlitir, kannski ekki nokkur skapaður hlutur. Vaktaskiptin þegar sumarið kastar kveðju á allt sem er og haustið tekur við í sínum hefðbundnu, ómótstæðilegu klæðum, líða fólki varla úr minni. Fegurðin er slík að helst mætti tíminn standa kyrr, en lögmálið segir nei. Sú fegurð hverfur von bráðar og önnur tekur við. En myndirnar lifa.

Snorri Hjartarson lýsir árstíðinni fallega og Akureyri.net fann nokkrar myndir í vélinni.

 

Haustmyndir

I

Lyngið er fallið
að laufi
holtin regnvot
og hljóð
kvöldskin á efsta
klifi.

II

Í jafnföllnum
haustsnjó
eldtungur
rauðra
rósa.

III

Hauströkkrið yfir mér
kvikt af vængjum
yfir auðu hreiðri
í störinni við fljótið.

IV

Milli trjánna
veður tunglið í dimmu
laufi
hausttungl
haustnæturgestur
á förum
eins og við
og allt eins og laufið
sem hrynur.

Snorri Hjartarson