Fara í efni
Mannlíf

Hátíðisdagur fornbílanna!

Hátíðisdagur fornbílanna!

Árlegur skoðunardagur fornbíla á Akureyri var í gær. Á þeim hátíðisdegi eru eigendur bílanna vanir að koma saman, grilla og gera sér glaðan dag og engin breyting varð þar á. Þar sem Birgir Torfason og Björn Heiðar Pálsson opnuðu formlega í gær nýja bílasöluu við Njarðarnes, BB bíla, komu eigendur fornbílanna saman þar og sýndu dýrgripana hverjum sem skoða vildu. Síðan var grillað ofan í mannskapinn.

Björn Elvar Björnsson var á ferð með myndavélina og sendi Akureyri.net afraksturinn.