Hástig líffjölbreytni er að jafnaði í skógum
„Um langa hríð hefur tegundin maður valdið sífellt hraðari og víðtækari breytingum á vistkerfi jarðar sem að stórum hluta eru óafturkræfar. Því er ekki að undra þótt mikið hafi verið ritað um líffræðilegan fjölbreytileika undanfarin misseri. Hugtakið er nokkuð langt og stirt. Þess vegna hefur það verið stytt niður í líffjölbreytni í seinni tíð.“
Þannig hefst nýr pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga.
„Þrátt fyrir að flestir séu sammála um hnignun líffræðilegrar fjölbreytni virðist ekki vera fullur einhugur um hvernig meta beri ástandið eða hvaða kvarða eigi að nota til að meta það,“ skrifar Sigurður. „Vistkerfi breytast bæði í tíma og rúmi. Sumir líta á breytingarnar sem ógn við líffjölbreytileika, en aðrir telja í fyllsta máta eðlilegt að framvinda eigi sér stað í vistkerfum og að þau taki breytingum með tímanum. Það er ekki samasemmerki á milli breytinga á vistkerfum og hnignunar þeirra. Ef vel er staðið að skógrækt geta skógar aukið líffjölbreytni vistkerfa. Það lítum við á sem jákvæða þróun. Því fögnum við aukinni skógrækt.“
Meira hér: Hástig líffjölbreytni: Skóglendi