Fara í efni
Mannlíf

Handboltavertíðin hefst með leik Þórs og KA

Opna Norðlenska mótið í handknattleik karla hefst í kvöld kl. 19 með viðureign Þórs og KA í KA-heimilinu.

Ásamt Akureyrarfélögunum taka HK og Selfoss þátt í þessu æfinigamóti. HK og Selfoss mætast á föstudag kl. 18. Tapliðin úr þessum tveimur leikjum mætast í leik um bronsið kl. 12 á laugardag, en sigurliðin leika um gullið kl. 14:30 sama dag.

Allir leikirnir fara fram í KA heimilinu og er frítt inn.