Fara í efni
Mannlíf

Hamborgarafabrikkunni á Akureyri lokað

Hamborgarafabrikkan á Akureyri hættir brátt starfsemi. Gert er ráð fyrir að síðasta tækifæri til að fá sér hamborgara eða eitthvað annað í svanginn á staðnum verði á Þorláksmessu, 23. desember.

Staðurinn er til húsa á jarðhæð hótels KEA og hefur verið í rúman áratug. Var opnaður í febrúar árið 2013.

„Um áramótin renna út samningar sem verða þess valdandi að við tókum þessa ákvörðun í september og tilkynntum í framhaldinu öllum okkar starfsmönnum hana,“ segir Jóhann Stefánsson, framkvæmdastjóri. „Starfsemin hefur verið mjög farsæl síðastliðin 10 ár og erum við þakklát fyrir allt það frábæra samstarfsfólk og viðskiptavini sem við höfum haft á þessum árum.“

Í tilkynningu á Facebook síðu veitingastaðarins kemur fram að boðið sé 30% afsláttur af öllu á matseðli á meðan birgðir endast. Opið er sunnudaga til fimmtudaga frá kl. 17.00 til 21.00 en föstudaga og laugardaga kl. 17.00 til 22.00.