Fara í efni
Mannlíf

Hafa bara þeir vel stæðu efni á að deyja?

Hafa bara þeir vel stæðu efni á að deyja?

„Einhvern tíma var sagt að það eina sem væri öruggt og óhjákvæmilegt í lífinu væri að maður myndi á endanum deyja. Skáld hafa ort um dauðann og rithöfundar skrifað um hann sögur, án þess að hafa reynslu af honum sjálfir,“ segir Sverrir Páll Erlendsson í pistli dagsins á Akureyri.net.

Hann veltir fyrir sér hinum veraldlega þætti dauðans. „Mér er til dæmis sagt að það sé dýrt að deyja og vinur minn sagði að það væri ekki á færi annarra en þeirra sem ættu digra sjóði,“ segir Sverrir Páll og veltir fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að hafa fleiri en eina bálstofu á landinu, í ljósi þess hve bálförum hefur fjölgað.

Smelltu hér til að lesa pistil Sverris Páls.