Fara í efni
Mannlíf

Grund II – reisulegt, glæst hús í góðri hirðu

„Ég ætla að kaupa Grund, þegar ég er orðin stór,“ sagði átta ára drengur, Magnús Sigurðsson, við afa sinn, Magnús Árnason hreppstjóra á Öxnafelli í Saurbæjarhreppi að því er segir í ævisögu drengsins eftir Gunnar M. Magnússon sem kom út 1972.

Drengurinn stóð við orð sín. Magnús á Grund byggði staðinn upp af miklum myndarbrag. Elst þeirra bygginga, sem standa á Grund, er eldra íbúðarhúsið, Grund II, en það reisti Magnús sem íbúðar- og verslunarhús. Stendur það skammt suður og vestur af kirkjunni, um 170 metra austur af Eyjafjarðarbraut vestri. Húsið er 130 ára á þessu ári, fullbyggt árið 1893.

Arnór Bliki Hallmundsson fjallar um eldra íbúðarhúsið á Grund, Grund II, í nýjum pistli í röðinni Hús dagsins.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.