Fara í efni
Mannlíf

Grillveisla í tilefni starfsloka Gauta

Hólmfríður Dóra Kristjánsdóttir, Sigurður Sigurðsson og Sæmundur Gauti Friðbjörnsson í kveðju-grillv…
Hólmfríður Dóra Kristjánsdóttir, Sigurður Sigurðsson og Sæmundur Gauti Friðbjörnsson í kveðju-grillveislunni.

Síðasti vinnudagur Sæmundar Gauta Friðbjörnssonar hjá SS Byggir ehf var í vikunni en hann hefur starfað á verkstæði fyrirtækisins í 35 ár. Í tilefni starfslokanna var öllu starfsfólki fyrirtækisins boðið til grillveislu og þar þakkaði Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Gauta fyrir vel unnin störf og farsælt samstarf. Hann sagði Gauta afar vel liðinn af samstarfsfólki sinu og höfðu margir á orði að hans yrði sárt saknað. Í starfsmannahópi SS Byggir er stór kjarni starfsmanna sem hefur verið hjá fyrirtækinu í áratug eða lengur, að sögn Sigurðar.

Grillveislan fyrir utan húsnæði SS Byggis í vikunni.