Fara í efni
Mannlíf

Grátur – áhrifarík hormón flæða út í blóðið

„Tár eru flókin líffræðileg blanda sem innihalda vatn, sölt, prótein og fituefni. Þau eru nákvæmlega samsett til að vernda, hreinsa og næra yfirborð augans og í þeim eru margs konar efni sem vernda gegn sýklum og þurrki,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í nýjum pistli sem birtist á akureyri.net í dag.
 
„Og þegar tárin flæða og við grátum þá eru það náttúruleg tilfinningaviðbrögð sem hjálpa til við að létta á depurð, spennu og streitu. Við grátum til að takast á við það sem er yfirþyrmandi og sérlega erfitt og þegar við grátum flæða áhrifarík hormón út í blóðið og örva slökun og félagslega nánd í þeim tilgangi að vernda og styrkja geðheilsu.“
 

Pistill Ólafs Þórs: Tár