Fara í efni
Mannlíf

Góður sigur Þórs á toppliðinu – MYNDIR

Ingimar Arnar Kristjánsson og Ion Perelló Machi fagna fyrra marki Þórs, sem sá síðarnefndi gerði. Lj…
Ingimar Arnar Kristjánsson og Ion Perelló Machi fagna fyrra marki Þórs, sem sá síðarnefndi gerði. Ljósmynd: Sara Skaptadóttir

Þórsarar luku athyglisverðu keppnistímabili í gær með 2:1 sigri á Fylkismönnum á heimavelli í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Lið Fylkis er lang efst í deildinni og fyrir þónokkru búið að tryggja sér sigur og sæti í efstu deild að ári.

Þórsarar luku keppni í sjöunda sæti með 30 stig, jafnmörg og Grindvíkingar sem teljast sæti ofar vegna betri markatölu.

Margir ungir Þórsarar hafa fengið tækifæri á tímabilinu og sumir verið í lykilhlutverkum. Afar áhugavert uppbyggingarferli er í gangi hjá félaginu og gríðarlega spennandi tímar framundan.

  • Nánar verður fjallað um ungu leikmennina í Þórsliðinu í vikunni

_ _ _

PERELLÓ SKORAR
Spánverjinn Ion Perelló kom Þór á bragðið á 27. mínútu í gær eftir laglegan undirbúning Alexanders Más Þorlákssonar. Framherjinn fékk boltann við hægra vítateigshornið eftir innkast, sneri á Fylkismenn og sendi á Perelló við miðja vítateigslínuna, Spánverjinn smeygði sér snyrtilega á milli tveggja varnarmanna og sendi boltann í fjærhornið. Mjög vel að verki staðið. 

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ljósmynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Ljósmynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Ljósmynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ljósmynd: Sara Skaptadóttir

Ljósmynd: Sara Skaptadóttir

_ _ _

ÆVINTÝRALEG BJÖRGUN BIRGIS
Birgir Ómar Hlynsson kom í veg fyrir að Fylkir næði forystu á 72. mín. þegar hann bjargaði á línu með miklum tilþrifum. Benedikt Daríus Garðarsson (númer 28) skaut að marki, boltinn fór í varnarmann, skrúfaðist yfir Aron Birki markvörð og stefndi í netið þegar Birgir Ómar (númer 3) bjargaði á síðustu stundu.

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

_ _ _

SIGURMARK SIGFÚSAR
Þórsarar unnu boltann af Fylkismönnum á eigin vítateig þegar lítið var eftir af leiknum; Sigurður Marinó Kristjánsson potaði til Birgis Ómars sem tók á rás, lék á einn gestanna og linnti ekki látum fyrr en hann var kominn yfir á vallarhelming Fylkis. Birgir sendi þá boltann út til hægri á Harley Willard og Þórsarar voru skyndilega þrír gegn tveimur varnarmönnum. Willard sendi inn á miðju á Alexander Má sem rúllaði boltanum lengra til vinstri þar sem Sigfús  Fannar Gunnarsson var í vítateignum og sendi boltann í fjærhornið. Gríðarlega góð skyndisókn sem skilaði sigurmarkinu.

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

_ _ _

ORRI BESTUR
Þeir fylgdust með úr stúkunni í gær; Nikola Kristinn Stojanovic, sem meiddist á dögunum er hnéskel fór úr lið, og Orri Sigurjónsson, til hægri, sem glímir líka við meiðsli. Á lokahófi meistaraflokks Þórs í gærkvöldi var tilkynnt að Orri hefði verið valinn besti leikmaður Þórs í sumar, bæði af þjálfurum og leikmönnum.

_ _ _

BJARNI EFNILEGASTUR
Bjarni Guðjón Brynjólfsson er aðeins 18 ára en hefur verið í lykilhluti hjá Þór í sumar. Það kom því engum á að óvart að hann var valinn efnilegasti leikmaður liðsins á keppnistímabilinu. Valið var tilkynnt á lokahófi meistaraflokks í gærkvöldi. Hér er hann með boltann í leiknum í gær og eina ráðið til að stöðva Bjarna Guðjón var að brjóta á honum – einu sinni sem oftar. Til hægri er Ingimar Arnar Kristjánsson sem var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu í gær. Ingimar er 17 ára.

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ljósmynd: Sara Skaptadóttir

Smellið hér til að sjá myndband af mörkum Þórs í gær.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.