Fara í efni
Mannlíf

Gleðilegt sumar!

Skrúðgangan fyrir setningu Andrésar andar leikanna í gærkvöldi. Ljósmynd: Þórhallur Jónsson
Skrúðgangan fyrir setningu Andrésar andar leikanna í gærkvöldi. Ljósmynd: Þórhallur Jónsson

Sumarið heilsar fallega í Eyjafirðinum að þessu sinni sem oftar. Sólin skín og hitinn er um 10 stig, sem vonandi veit á gott sumar –  jafnvel frábært eins og í fyrra.

Andrésar andar leikarnir, uppskeruhátíð íslenskra skíðabarna, voru settir í gær, keppni hefst í dag í Hlíðarfjalli og stendur til laugardags. Gleðin var við völd í skrúðgöngunni frá KA-heimilinu að Íþróttahöllinni þar sem setningarhátíðin fór fram og þar var ekki síður gaman en í göngunni sjálfri.

Kæru lesendur Akureyri.net – gleðilegt sumar!