Fara í efni
Mannlíf

Gleðilega þjóðhátíð! Sjáðu alla dagskrána

Blómabíllinn sem Kristinn Örn Jónsson, Tinni, ekur um bæinn í dag milli kl. 11.00 og 12.00.

Hátíðarhöldin á Akureyri í dag verða með ofurlítið öðru sniði en verið hefur síðustu árin. Ákveðið var að hafa alla dagskrána í og við Lystigarðinn og er fyrst og fremst horft til þess að bjóða upp á góða dagskrá fyrir alla fjölskylduna yfir daginn.

„Nú er orðin hefð fyrir því að blómabíllinn keyri um bæinn áður en formleg dagskrá hefst og verður Kristinn Örn Jónsson, Tinni, á ferðinni milli kl. 11.00 og 12.00 á fallega fornbílnum sínum. Hann leggur af stað frá Naustaskóla kl. 11 og endar ferðina við Lystigarðinn,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Skrúðganga leggur af stað frá gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti kl. 12.30 og formeg dagskrá í Lystigarðinum hefst kl. 13.00. Að lokinni hátíðardagskrá hefst fjölskylduskemmtun í vestari hluta garðsins og á hinni svokölluðu MA-flöt fyrir ofan Lystigarðinn.

DAGSKRÁIN 17. JÚNÍ

Blómabíll Akureyrar

11.00 – 12.00; Blómabíllinn leggur af stað frá Naustaskóla, stansar við grunnskóla bæjarins og verður við Lystigarðinn um kl. 12.00. Kort af akstursleið er að finna HÉR

Skrúðganga Skátafélagsins Klakks og Lúðrasveitar Akureyrar

12.30 – „Fögnum þjóðhátíð saman og fjölmennum í skrúðgönguna sem leggur af stað frá Gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti og heldur suður í Lystigarð þar sem formleg hátíðarhöld fara fram.“ Kort af gönguleið er að finna HÉR

Hátíðardagskrá í Lystigarðinum – Svið A, flöt 1

13.00 – 13.45. Kynnir þjóðhátíðarinnar er Sesselía Ólafsdóttir, bæjarlistamaður Akureyrar 2023.

  • Fánahylling
  • Lúðrasveit Akureyrar
  • Bænagjörð og blessun: Séra Sindri Geir Óskarsson
  • Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar
  • Fjallkonan Ylfa Rún Arnarsdóttir, nýstúdent frá VMA
  • Ávarp bæjarstjóra: Ásthildur Sturludóttir

Dagskrá á hátíðarsvæði, 14.00 – 17.00

LYSTIGARÐUR

MA-TÚNIÐ, FLÖT 3

  • Skátatívolí Klakks og leiktæki Bylgjulestarinnar
  • Skátasjoppa Klakks – kandífloss og annað góðgæti
  • Hoppukastalar - fjórir fjörugir kastalar
  • Kassaklifur - verðlaun í boði
  • Bylgjulestin – bein útsending frá hátíðarsvæðinu frá kl. 12-16 með Völu Eiríks, Svala og Ernu Hrönn.
  • Matarvagnar – 2Guys, Don Donuts og Silli kokkur opnir frá kl. 12
  • Andlitsmálning – í boði frá kl. 14-16

_ _ _

Sigling með Húna II

17.00 – Skemmtisigling með Húna II. Athugið að aðeins 80 farþegar komast í ferðina. Fyrstir koma, fyrstir fá. Siglt frá Fiskihöfn (austan við Hagkaup)

Aðrir skemmtilegir viðburðir í bænum á þjóðhátíðardaginn
Birt með fyrirvara um breytingar

  • 10.00 – 18.00 – Bílasýning í Boganum – hluti Bíladaga
  • 13.00 – 16.00 – Flugdagur Flugsafns Íslands
  • 14.00 – 17.00 – Eilífðar smáblóm – Kaktus
  • 15.00 – 17.00 – Tónleikaröðin Mysingur IV – Listasumar á Akureyri 2023
  • 17.00 – 22.00 – Raflínur – Listasumar á Akureyri 2023
  • 20.00 -23.00 – Burnout – Akstursíþróttasvæði BA – Bíladagar 2023
  • 21.00 – 23.30 – Bjartmar og Bergrisarnir – Græni hatturinn
  • 23.00 (óstaðfestur tími) – Marsering nýstúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri – Ráðhústorg. Þótt engin formleg hátíðarhöld séu áí miðbænum annað kvöld var ákveðið í MA að halda í hefðina og marsera að torginu þar sem sungin verða þrjú lög og tekinn einn hópdans, áður en hópurinn heldur í íþróttahöllina á ný, í útskriftarveisluna.