Fara í efni
Mannlíf

Gekk 238,9 km á skíðum – „Seiglan skilaði sér!“

Auður Hörn Freysdóttir, eiginkona Andra, útbjó í gær forláta blómsveig og færði afreksmanninum þegar hann hafði lagt 238,9 kílómetra að baki. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Andri Teitsson úr Skíðafélagi Akureyrar, lauk í morgun óvenju langri göngu á skíðum í Hlíðarfjalli eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag. Hann lagði að baki hvorki meira né minna en 238,9 kílómetra; lagði af stað í gærmorgun og hafði náð óformlegu Íslandsmeti – 203 km – upp úr klukkan sex í morgun en gekk áfram til kl. 11. 

Hann sagði aldrei hafa komið til greina að hætta. „Nei, ég var búinn að gefa út fyrirfram að ég ætlaði að gera þetta þannig að það þýddi ekkert að gefast upp!“ sagði Andri við Akureyri.net í morgun.

Nánar er rætt við Andra í myndbandinu. Smellið HÉR til að horfa.

Staðfest! Andri lítur á úrið sitt eftir að hann lauk göngunni.

Auður Hörn Freysdóttir, eiginkona Andra, færir honum blómsveiginn sem hún útbjó í gær.

Andri lýkur göngunni klukkan 11.00 í morgun.