Fara í efni
Mannlíf

Gegnumtrekkur gerði gæfumuninn

Mest um vert var að lofta út. Almennilega. Sú var lífsspekin. Það var í öllu falli afstaða Guðrúnar ömmu. Og hún geymdi reynslu kynslóðanna í kolli sínum. Svo mikið var víst. Alin upp í aumri vist á óhrjálegum hjáleigum á Héraði, og vissi aldrei hvar í koju henni væri vísað, enda aðkominn, og enginn vissi deili á hennar högum, aðeins það eitt að hún væri utanbanda, eins og það hét.

Þannig hefst 35. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis