Fara í efni
Mannlíf

Gefa niðurstöðum íbúaþingsins langt nef

Gefa niðurstöðum íbúaþingsins langt nef

Ragnar Sverrisson kaupmaður er gagnrýninn á tillögu að nýju skipulagi í miðbæ Akureyrar, sem kynnt var í gær. Í grein hér á Akureyri.net í dag segir hann bæjarstjórn ekki upptekna af vilja bæjarbúa. Ragnar var upphafsmaður að verkefninu Akureyri í öndvegi, sem stóð fyrir íbúaþinginu 2004 og alþjóðlegri arkitektasamkeppni í kjölfarið.

„Eins og staðan er nú í bæjarstjórn sýnist mér ekkert hægt að gera í þessum efnum nema um það ríki algjör samstaða. Þá verður til moð sem nær fæstum þeim markmiðum sem stefnt var að; aðalatriðið að hafa alla góða í bæjarstjórninni undir hinni dúnmjúku sameiningarsæng þar sem allir mala nú ánægðir. Ekkert hægt að framkvæma nema allir séu sammála og alls ekki í nokkrum einasta ágreiningi. Þess vegna er búið að jarða endanlega þá litlu viðleitni í gildandi skipulagi að gera umhverfið líflegt með því að láta vatn renna frá Skátagili niður í gegnum göturnar til sjávar. Ekkert slíkt lengur - bara steypa og stál og niðurstöðum íbúaþingsins sæla gefið langt nef,“ segir Ragnar meðal annars í greininni.

Grein Ragnars