Mannlíf
Geðheilbrigði er grunnur að góðri líðan
10.10.2025 kl. 06:00

Geðheilbrigði er grunnur að góðri líðan, farsælu lífi og uppbyggilegu samfélagi, segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í pistli sem akureyri.net birtir í dag í tilefni alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Hann er haldinn árlega 10. október til þess að vekja vitund um mikilvægi geðheilsu, draga úr fordómum og efla nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu.
„Lífsstíll, efnahagur, menntun og góðir innviðir samfélaga ráða mestu um geðheilsu. Þess vegna eru helstu geðheilsuáhrifavaldar: Fjölmiðlafólk, stjórnmálamenn, kennarar og skipuleggjendur borga og bæja og þetta gæti komið einhverjum á óvart,“ skrifar Ólafur meðal annars.
Pistill Ólafs: Geðheilbrigðisdagurinn 2025