Fara í efni
Mannlíf

Ganga á höndum niður kirkjutröppurnar

Karlalandsliðið í hópfimleikum er á ferð um landið til að kynna íþróttina, og heldur sýningar hér og þar. Liðið er á Akureyri í dag og verður með sýningu í Íþróttahöllinni á milli klukkan 18.00 og 19.30.

Vert er að vekja athygli á að ókeypis er inn á sýninguna og að henni lokinni er öllum börnum og unglingum boðið á æfingu með landsliðinu.

Landsliðið hyggst bregða á leik í dag klukkan 13.00; strákarnir ætla þá að ganga á höndum niður kirkjutröppurnar og biðja fólk um að heita á sig til styrktar Píeta samtakanna, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Gaman væri ef fólk fjölmennti að kirkjutröppunum og hvetti strákana til dáða.

Smellið hér til að fara á Facebook síðu fimleikastrákanna.