Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: veistu hvar þetta er?

Vikulega birtist gömul ljósmynd hér á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 72. gamla myndin frá safninu sem birtist hér og hafa þær vakið mikil viðbrögð. Fólk sýnir iðulega gömlum myndum gríðarlegan áhuga og Minjasafninu hafa í gegnum tíðina borist fjölmargar ábendingar um nöfn fólks og staðhætti eftir að mynd birtist opinberlega.

Guðmundur Trjámannsson, ljósmyndari á Akureyri, tók þessa mynd en safninu er ekki kunnugt um hvar þetta er.

Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um myndina eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri, á netfangið hg@minjasafnid.is

Fleiri gamlar myndir frá Minjasafninu á Akureyri er hægt að skoða HÉR

  • Í síðustu viku birtist myndin hér að neðan, einnig úr safni Guðmundar Trjámannssonar. Þær upplýsingar bárust fljótt að á myndinni er bærinn Hafrafellstunga í Öxarfirði. Nafn bæjarins var gjarnan stytt í daglegu tali og hann kallaður Tunga.