Mannlíf
Gamla myndin: veistu hvar þetta er?
26.12.2025 kl. 06:00
Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 268. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, þær vekja jafnan mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar.
Hefur þú, lesandi góður, hugmynd um hvar þetta er og jafnvel nafn barnsins á myndinni? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um myndina eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net
- Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Þetta er Höfn í Hornafirði.
- Lesandi benti á að myndin hefði birst á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu 12. september 1954 í grein um uppbyggingu á Höfn. Undir myndinni stendur: „Úti við sjóinn (lengst til hægri á myndinni) stendur hvítt hús, þar sem Imslandshjónin reka myndarlegt hótel.“ Fram kemur að Kristján Imsland tók myndirnar.
- Tengill á umrædda umfjöllun í Morgunblaðinu er undir myndinni hér að neðan.
Allar gömlu myndirnar frá Minjasafninu á Akureyri sem Akureyri.net hefur birt er hægt að skoða HÉR

- Smellið hér til að sjá umfjöllun Morgunblaðsins sem nefnd var að ofan.