Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: veistu hvar þetta er?

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 258. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, þær vekja jafnan mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar.

Hefur þú, lesandi góður, hugmynd um hvaða fólk þetta er og hvar myndin er tekin? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net

  • Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Hún er tekin um 1925, í Reykjavíkurhöfn. Þetta er Eimreiðin Pionér í Austurhöfn, við hlið hennar standa eimreiðarstjórarnir Guðmundur Guðmundsson, til vinstri, og Páll Ásmundsson. Minør, systurlest Pionér, stendur á hafnarbakkanum við gömlu höfnina í Reykjavík á hverju sumri. Á vef Faxaflóahafna segir um þær: „Eimreiðin Minør hefur ávallt verið í vörslu Faxaflóahafna yfir vetrartímann á meðan eimreiðin Pioner hefur verið varðveitt allt árið í kring á Árbæjarsafni. Eimreiðarnar voru keyptar hingað til lands vegna hafn­ar­gerðar. Þar að auki var járn­braut lögð frá Öskju­hlíð, Kringlumýri og Skóla­vörðuholt­inu.“