Mannlíf
Gamla myndin: veistu hvar þetta er?
18.07.2025 kl. 06:00

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 245. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, þær vekja jafnan mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar.
Hefur þú, lesandi góður, hugmynd um hvar þessi mynd er tekin?
Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net
- Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Hún er tekin á Kópaskeri. Margir bentu á það. „Þar er ég alinn upp og hús sem ég giska á að hafi verið byggð 1960-65 eru ekki á myndinni. Í hægri brún myndarinnar sýnist mér vera hornið á svokölluðu Pakkhúsi sem Kaupfélagið byggði,“ sagði meðal annars í pósti frá lesanda.